brugðið á leik ... fjölskyldublogg

brugðið á leik ... er blogg um prjón, handavinnu og aðra hönnun sem gleður augað og nærir sálina.

Sunday, February 27, 2011

Daisy Stich - prjónamynstur

Daisy Stitch prjónamynstur


Hér eru mínar útfærslur á Daisy Stich !
3 neðstu myndirnar snúa á hlið - á eftir að finna út hvernig er hægt að snúa þeim rétt !

3 brugðnar saman + slegið uppá + 3 sléttar aftur í sömu.
Önnur hver röð alltaf prjónuð brugðin (sl. framanfrá séð)


 
Mynstrið endurtekið beint fyrir ofan.
3 sl. saman + slegið uppá + 3 sl. aftur saman.
Önnur hver röð prjónuð slétt (brugðin framanfrá séð)





Önnur hver röð prjónuð brugðin til baka.3 sl. saman + slegið uppá + 3 sl. aftur í sömu 3

Önnur hver röð prjónuð slétt til baka.3 sl. saman + slegið uppá + 3 sl. aftur í sömu 3

Vestið mitt

Síðustu helgina í febrúar nýtti ég til að gera fullorðins útgáfu af vestinu sem ég prjónaði handa Hörpu Hua Zi um síðustu helgi.
Vestið er töluvert grófara - prjónað á prjóna nr. 15 með lopa og tvöföldum plötulopa. Reyndar varð ég uppiskroppa með plötulopann þannig að ég svissaði yfir í léttlopa.
Í stóra speglaða kaðlinum á öxlunum bætti ég svo við garni með glansandi lurex þræði - sést lítið en sést samt.
Breytti mynstrinu með því að teikna það upp í 51 lykkju. Líklega er fallegra að sleppa því að gera kragann ?





Svona leit vestið út fullklárað 2. mars 2011.
Skartaði því fyrst í vinnuna 4 mars en lenti þá í því að það var ansi bosma mikið undir yfirhöfn !
Þegar ég var komin í kápuna leit ég út eins og mjög mössuð vaxtarræktartýpa ;-)

Wednesday, February 23, 2011

Tiny tea leaves cardigan á Hörpu




Keypti líka þessa uppskrift til að nýta jafnvel í kjól á Hörpu Hua Zi. 
Það væri gaman að gera hana kannski í léttlopa. 
Ætti kannski að drífa mig meðan tilboðið á ódýrum léttlopa gildir í A4- Smáratorgi ?

Knitters Review uppskriftir.





Keypti þessar 3 uppskriftir í dag ! Hugurinn er alltaf langt á undan - veit ekki hvar þetta verður í röðinni ;-)

Grænn kjóll.




Kláraði pistasíu græna kjólinn minn í gær. Auk þess að nota þennan fallega ljósgræna lit í lopanum nýtti ég mér garn sem er sprengt með fjólubláum tónum í bekkina - fékkst í Hagkaup. Þar á milli bætti ég lime grænu mohair frá Bjarkarhóli við lopann.
Prjónað á prjóna nr. 15.

Vesti og sjal úr einbandi



Var svo heppinn að áskotnast þetta fallega vesti og sjal úr einbandi.
Hafði gaman af því að nemendur mínir virtust alveg vera að fíla þetta "gamla" look.
Pilsið úr tweed er eitt af mörgum sem mamma mín var svo elskuleg að sauma á mig í fyrra.

Ennisbönd




Þetta fallega ennisband fékk ég í skiptigjöf í starfsmannapartýinu hjá Ragnheiði í jólagleðinni 2010.
Fannst það svo smart að ég hermdi eftir því og prjónaði mér annað svart, notaði Bulky og prjóna nr. 24.

Free Form - prjón/hekl





Pottaleppur.

Monday, February 21, 2011

Knit kit



Þetta er víst leyfilegt prjónakit fyrir flugvélar !

Vesti á Hörpu helgina 19 -20 feb 2011




Í bústaðnum hennar ömmu. Harpa mátar fyrir mömmu.

Eina peysan í bústaðnum sem ég gat mátað við !

Amma Fríður heldur við !

Amma tók þessa mynd þegar búið var að setja töluna
sem Harpa valdi. Hún er greinilega í einhverjum hlutverkaleik !

Friday, February 18, 2011