brugðið á leik ... fjölskyldublogg

brugðið á leik ... er blogg um prjón, handavinnu og aðra hönnun sem gleður augað og nærir sálina.

Tuesday, February 15, 2011

Verslunarferð í Bjarkarhól - Reykholti

Við Harpa Hua Zi dvöldum nokkurn tíma með ömmu í bústaðnum hennar vorið og snemmsumar 2010.
Einn rigningardaginn ákváðum við að fara í bíltúr og enduðum í skemmtilegu garnversluninni 
Bjarkarhóli í Reykholti.
Fórum auðvitað ekki tómhentar þaðan, það eru alltof margar freistingar til þess að láta ekki undan einhverri.
Síðan splæsti amma kakó og meðþví í skemmtilega engla kaffihúsinu við hliðina á versluninni.
Harpa fann þar engla vængi og geislabaug og hafði gaman að leika sér með það. 
Hún er náttúrlega algjör engill þetta barn!
Í kaffihúsinu var líka aðstaða fyrir börn - litlir stólar og lítið te og kaffistell sem var vinsælt.

http://www.garn.is/verslun/index.asp

No comments:

Post a Comment