brugðið á leik ... fjölskyldublogg

brugðið á leik ... er blogg um prjón, handavinnu og aðra hönnun sem gleður augað og nærir sálina.

Sunday, February 27, 2011

Vestið mitt

Síðustu helgina í febrúar nýtti ég til að gera fullorðins útgáfu af vestinu sem ég prjónaði handa Hörpu Hua Zi um síðustu helgi.
Vestið er töluvert grófara - prjónað á prjóna nr. 15 með lopa og tvöföldum plötulopa. Reyndar varð ég uppiskroppa með plötulopann þannig að ég svissaði yfir í léttlopa.
Í stóra speglaða kaðlinum á öxlunum bætti ég svo við garni með glansandi lurex þræði - sést lítið en sést samt.
Breytti mynstrinu með því að teikna það upp í 51 lykkju. Líklega er fallegra að sleppa því að gera kragann ?





Svona leit vestið út fullklárað 2. mars 2011.
Skartaði því fyrst í vinnuna 4 mars en lenti þá í því að það var ansi bosma mikið undir yfirhöfn !
Þegar ég var komin í kápuna leit ég út eins og mjög mössuð vaxtarræktartýpa ;-)

1 comment: