brugðið á leik ... fjölskyldublogg

brugðið á leik ... er blogg um prjón, handavinnu og aðra hönnun sem gleður augað og nærir sálina.

Wednesday, March 16, 2011

Mix Max - kjóllinn

Þetta er þróunarsaga Mix Max kjólsins: 

Ég hafði dottið niður á prjónahönnun Rodarte systranna og það varð þvílík innspýting fyrir mig
þannig að rétt eftir áramótin 2010/11 byrjaði ég í tilraunastarfssemi.

Mér finnst svo gaman að kaupa eina og eina dokku af garni og veit svo ekkert 
hvað ég á að gera við það þannig að mér fannst tilvalið að nýta það í svona verkefni.
Ég byrjaði fyrst að nota hærusvartan léttlopa með skærum litum 
eins og sést á fyrstu myndinni, en hætti svo við það afþví mér fannst það of miklir kontrastar.

Þannig byrjaði ég uppá nýtt og í þetta sinn með dökk mórauðan lit í léttlopa.
Lét svo bara stemningu ráða því hvaða garn og lit ég valdi næst :-)
Notaði margar stærðir af prjónum og prjónaði mislangt fram og tilbaka 
einnig sló ég stundum uppá til að gera götin stærri.
Mest notaði ég léttlopann með einbandi en fannst líka fallegt að setja angóru og móhair.
Það hefði verið algjör geggjun að ganga frá endum þannig að ég prjónaði bara alla enda saman.

Erfiðast var að vita ekki hvort ég væri komin með jafnt að framan og aftan 
því það er auðvitað vonlaust að telja umferðir í svona flík. 
Þannig brá ég á það ráð að láta kjólinn hanga til þess að sjá hvort hann væri missíður 
og gat þá bætt við umferðum þar sem vantaði á. 

Það sem kom mér á óvart var hversu hlýr hann er með öllum þessum götum 
ég þarf ekki að fara í annað en léttan hlýrakjól undir hann.
Hann er einstaklega þægilegur og léttur auðvitað ! 

Stundum set ég belti en það þarf ekkert endilega.
Mér hefur þótt gaman hversu góð viðbrögð ég hef fengið á kjólinn
á Facebook, Ravelry og svo auðvitað þegar ég hef mætt í honum í vinnuna.
Kannski geri ég eitthvað meira í þessum dúr seinna ?

No comments:

Post a Comment